Vikan 22. júní -28. júní

Hæ hæ lesendur góðir, þar sem seinasta vika fór aðeins fyrir ofan garð og neðan þá er hlaupaáætlun þessarar viku mjög svipuð seinustu viku.  Endilega að láta sjá sig byrjendur sem lengra komnir. Hittingur hjá Hressó 17:30 þriðjudaga og fimmtudaga. 9:30 Laugardaga.

Margir hugsa eflaust með sér að þeir þori ekki að mæta eða almennt fara út að hlaupa því þeir séu svo asnalegir, hlaupi of hægt, rassinn of stór, bílarnir sem keyri fram hjá stara á mann og svo má lengi halda áfram. Þessar hugsanir hafa oft leitað á mig sjálfa en ég ákvað að hætta svona niðurbrotshugsunum og stappa í mig stálinu. Því ég hleyp fyrir sjálfa mig og engan annan þeir sem stara á mig hlaupa og finnst ég hlaupa of hægt eða asnalega eru a.m.k ekki að hlaupa, því finnst mér ég vera sigurvegari:)

Enga feimni gott fólk reima bara á sig skóna og hafa gaman af hver á sínum hraða.

Hópur 1 - Byrjendur

Sami hringur alla daga út Strandveg upp Kirkjuveg niður Illugagötu og Hlíðarveg- áfram Strandveg að Hressó. ( um 2,7 km)

Rösk ganga í 5 mín, skokka svo í 1 mín og labba í 90 sek.

Ef þið eruð í stuði þá er hægt að lengja hringinn með því að fara fram hjá Kirkjugerði og Hraunbúðum inn Foldahraunið og framhjá 11-11, meðfram golfvellinum og síðan niður í Hressó (4 km)

Hópur 2

Þriðjudagur: Bæjarhringur + Goðahraunið.  Út Strandveg upp Kirkjuveg fram hjá Kirkjugerði og Hraunbúðum inn Foldahraunið og framhjá 11-11, meðfram golfvellinum og síðan niður í Hressó (4 km)

Fimmtudagur: (Steinstaðarhringur), út Strandveg - upp Hlíðarveg - Dalvegur - Steinstaðir - Höfðavegur og Illugagata 5 km

Laugardagur: Út Strandveg upp hraunið, hlaupa að Flakkaranum og upp aftur (750 metrar)- krókur í átt að Urðavita (að biðskyldu hjá Gaujulundi 1 km), fram hjá Lukku og niður Illugagötu - Hlíðarveg- Strandveg - Hressó um 6,5 km

Hópur 3

Þriðjudagur: Út Strandveg upp hraunið, hlaupa að Flakkaranum og upp aftur - krókur í átt að Urðavita (að biðskyldu hjá Gaujulundi), fram hjá Lukku og niður Illugagötu - Hlíðarveg- Strandveg - Hressó um 6,5 km

Fimmtudagur: (Steinstaðir-  bærinn- Eiðið) Út Strandveg- Kirkjuveg - upp Höfðaveg - Steinstaðir - Dalvegur - Hliðarvegur - Strandvegur Eiðið -Hressó  um 8,5 km

Laugardagur: (Steinstaðir-  bærinn- Eiðið) Út Strandveg- Kirkjuveg - upp Höfðaveg - Steinstaðir - niður í Klauf -Dalvegur - Hliðarvegur - Strandvegur  -Hressó 11,5 km

Kv Ása og Minna


Prógramm vikunnar

Jæja þá er komið að prógrammi vikunnar sem er eftirfarandi;

Hópur 1 - Byrjendur

Sami hringur alla daga út Strandveg upp Kirkjuveg niður Illugagötu og Hlíðarveg- áfram Strandveg að Hressó. ( um 2,7 km)

Rösk ganga í 5 mín, skokka svo í 1 mín og labba í 90 sek.

Ef þið eruð í stuði þá er hægt að lengja hringinn með því að fara fram hjá Kirkjugerði og Hraunbúðum inn Foldahraunið og framhjá 11-11, meðfram golfvellinum og síðan niður í Hressó (4 km)

Hópur 2

Þriðjudagur: (Steinstaðarhringur), út Strandveg - upp Hlíðarveg - Dalvegur - Steinstaðir - Höfðavegur og Illugagata 5 km

Fimmtudagur: Út Strandveg upp hraunið, hlaupa að Flakkaranum og upp aftur (750 metrar)- krókur í átt að Urðavita (að biðskyldu hjá Gaujulundi 1 km), fram hjá Lukku og niður Illugagötu - Hlíðarveg- Strandveg - Hressó um 6,5 km

Laugardagur: (Steinstaðir og bærinn) Út Strandveg- Kirkjuveg - upp Höfðaveg - Steinstaðir - Dalvegur - Hliðarvegur - Strandvegur -Hressó 6,5 km

Hópur 3

Þriðjudagur: Út Strandveg upp hraunið, hlaupa að Flakkaranum og upp aftur - krókur í átt að Urðavita (að biðskyldu hjá Gaujulundi), fram hjá Lukku og niður Illugagötu - Hlíðarveg- Strandveg - Hressó um 6,5 km

Fimmtudagur: (Steinstaðir-  bærinn- Eiðið) Út Strandveg- Kirkjuveg - upp Höfðaveg - Steinstaðir - Dalvegur - Hliðarvegur - Strandvegur Eiðið -Hressó 8,5 km

Laugardagur: (Steinstaðir-  bærinn- Eiðið) Út Strandveg- Kirkjuveg - upp Höfðaveg - Steinstaðir - niður í Klauf -Dalvegur - Hliðarvegur - Strandvegur  -Hressó 11,5 km

Vonandi sjáum við sem flesta

Kv Minna og Ása


Hlaup vikunnar

Jæja þá er komið að því að hlaupahópurinn fari af stað, fyrsta hlaup/skokk/labb er á morgun fyrir utan Hressó.

Hver og einn velur sér vegalengd og hraða, 3 leiðir í boði eins og alltaf og eru þær eftirfarandi fyrir vikuna.

Hópur 1 - byrjendur

Sami hringur alla dagana og prógrammið er eftirfarandi

Rösk ganga í 5 mín svo 1 mín í skokk og 90 sek að labba, farið út Strandveg upp Kirkjuveg og svo niður Illugagötu og Hliðarveg og endað hjá Hressó.

Hópur 2

Þriðjudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - upp Illugagötu - Höfðavegur og svo Dalvegurinn niður í Hressó u.þ.b 5 km

Fimmtudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - út Strandveg upp Kirkjuveg Illugagötu - Höfðaveg - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur um 6,5 km

Laugardagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- Strandvegur u.þ.b 8 km

Hópur 3

Þriðjudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - út Strandveg upp Kirkjuveg Illugagötu - Höfðaveg - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur um 6,5 km

Fimmtudagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- Strandvegur u.þ.b 8 km

Laugardagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- út á Eiði og til baka u.þ.b 10 km

Vonandi sjáum við sem flesta - endilega láta alla áhugasama hlaupara vita.

Kv Ása og Minna


Hlaupahópur í Vestmannaeyjum

Hæ hæ allir saman

Við höfum ákveðið að reyna að koma af stað hlaupahóp hérna í Vestmannaeyjum sem myndi hittast alltaf 3 x í viku fyrir utan Hressó. Ekki er skilyrði að vera með kort í Hressó og þessi hópur er opinn fyrir öllum, kostar ekki neitt og fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Planið er að hafa alltaf 3 leiðir í boði (A, B og C) eftir getu hvers og eins.

Á mánudögum kæmu þá inn plan vikunnar þannig að allir geta reimað á sig hlaupaskóna strax í byrjun vikunnar.  Við ætlum að hittast fyrir utan Hressó í fyrsta skipti þann 9. júní kl 17:30. Æfingarnar verða þá á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardögum kl 9:30.

Við sem stöndum fyrir þessari síðu erum engir hlaupaþjálfarar en höfum áhuga á því að efla hlaupamenningu hérna í eyjum. Við búum við stórbrotna náttúru og skemmtilegar hlaupaleiðir. Markmiðið með þessari síðu er því að halda utan um hlaupahópinn til að hafa þetta soldið markvisst. Markmiðin okkar eru væntanlega mjög mismunandi en öll markmið eru góð þar sem þau halda okkur við efnið.

Vonumst til að sjá sem flesta 

 Kveðja Minna og Ása


Prufa

Hæ hæ ég er að prófa svona bloggdæmi - sjá hvernig þetta kemur út :)

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband