26. janúar -1. febrúar

Hæ hæ þá kemur nýtt prógramm fyrir vikuna

Skv. RW prógramminu þá er 4 vikan alltaf róleg, og talsvert minna hlaupið en hinar 3. Því er gert ráð fyrir 4 hlaupum fyrir lengra komna en áfram 3 x fyrir byrjendur.

a)      Brekkur á bretti 5 km eða hlaupa bæjarhring

b)      Rólegt tempó 9 km á bretti með 1 í  halla / Bæjarhringur, Steinstaðir, fellið sorpa

c)       Tempó 5 km á bretti  1% í halla/Bæjarhringurinn reyna að halda sama tempói

d)      Rólegt 5 km á bretti með 1% í halla/Steinstaðarhringurinn

Byrjendur fara eftirfarandi: 

Rösk ganga í 5 mín, síðan framkvæma eftirfarandi skema

Skokk 400 metrar (eða 3 mín), ganga 200 metra ( eða 90 sek), skokka 800 metra (eða  5 mín), ganga 400 metra eða 2 ½ mín, skokka 400 metra (eða 3 mín), ganga 200 metra ( eða 90 sek), skokk 800 metrar (eða 5mín).

Lífshlaupið hefst 3. febrúar og hvet ég alla til að taka þátt í því, um að gera að hvetja vinnufélagana, fjölskylduna eða vinina að taka þátt og fjárfesta í góðri heilsu og betra lífi til framtíðar.

Vonumst til að sjá sem flesta á laugardaginn kl 11

Ása og Minna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband