Hlaupahópur í Vestmannaeyjum

Hæ hæ allir saman

Við höfum ákveðið að reyna að koma af stað hlaupahóp hérna í Vestmannaeyjum sem myndi hittast alltaf 3 x í viku fyrir utan Hressó. Ekki er skilyrði að vera með kort í Hressó og þessi hópur er opinn fyrir öllum, kostar ekki neitt og fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Planið er að hafa alltaf 3 leiðir í boði (A, B og C) eftir getu hvers og eins.

Á mánudögum kæmu þá inn plan vikunnar þannig að allir geta reimað á sig hlaupaskóna strax í byrjun vikunnar.  Við ætlum að hittast fyrir utan Hressó í fyrsta skipti þann 9. júní kl 17:30. Æfingarnar verða þá á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardögum kl 9:30.

Við sem stöndum fyrir þessari síðu erum engir hlaupaþjálfarar en höfum áhuga á því að efla hlaupamenningu hérna í eyjum. Við búum við stórbrotna náttúru og skemmtilegar hlaupaleiðir. Markmiðið með þessari síðu er því að halda utan um hlaupahópinn til að hafa þetta soldið markvisst. Markmiðin okkar eru væntanlega mjög mismunandi en öll markmið eru góð þar sem þau halda okkur við efnið.

Vonumst til að sjá sem flesta 

 Kveðja Minna og Ása


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband