Hlaup vikunnar

Jæja þá er komið að því að hlaupahópurinn fari af stað, fyrsta hlaup/skokk/labb er á morgun fyrir utan Hressó.

Hver og einn velur sér vegalengd og hraða, 3 leiðir í boði eins og alltaf og eru þær eftirfarandi fyrir vikuna.

Hópur 1 - byrjendur

Sami hringur alla dagana og prógrammið er eftirfarandi

Rösk ganga í 5 mín svo 1 mín í skokk og 90 sek að labba, farið út Strandveg upp Kirkjuveg og svo niður Illugagötu og Hliðarveg og endað hjá Hressó.

Hópur 2

Þriðjudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - upp Illugagötu - Höfðavegur og svo Dalvegurinn niður í Hressó u.þ.b 5 km

Fimmtudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - út Strandveg upp Kirkjuveg Illugagötu - Höfðaveg - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur um 6,5 km

Laugardagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- Strandvegur u.þ.b 8 km

Hópur 3

Þriðjudagur: Steinstaðarhringur frá Hressó - út Strandveg upp Kirkjuveg Illugagötu - Höfðaveg - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur um 6,5 km

Fimmtudagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- Strandvegur u.þ.b 8 km

Laugardagur: Strandvegur upp hjá  Sorpu - framhjá Lukku- niður Illugagötu - upp Höfðaveg, fram hjá Steinstöðum, Dalvegur - Hlíðarvegur- út á Eiði og til baka u.þ.b 10 km

Vonandi sjáum við sem flesta - endilega láta alla áhugasama hlaupara vita.

Kv Ása og Minna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snild hjá ykkur stelpur :)

Lilja Ólafsdottir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 22:52

2 identicon

Líst vel á ykkur skvísur ;o)

Hjördís Elsa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:17

3 identicon

Til hamingju með þetta stelpur. Frábært framtak, gangi ykkur vel.

kv. Anna Lilja.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:36

4 Smámynd: Eva Margrét Einarsdóttir

Til hamingju stelpur!  Hlakka til að fylgjast með ykkur og koma á æfingu við fyrsta tækifæri.

Eva Margrét Einarsdóttir, 11.6.2009 kl. 11:11

5 identicon

Glæsilegt hjá ykkur, frábært framtak

Kv.Bubba (Sigurvegari)

Guðbjörg Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband