Hlaupaplan 23. og 25. júlí

Jæja þá erum við aftur komnar á ról eftir sumarfrí, nú er um að gera að fara að spýta í lófana þar sem einungis rúmar 4 vikur eru í Reykjavíkurmaraþonið fyrir þau ykkar sem ætla sér í það hlaup.

Hópur 1 - Byrjendur

Fimmtudagur : Rösk ganga í  5 mín, skokka í 90 sek og labba í 90 sek - Bæjarhringur - Strandvegur - Kirkjuvegur - Illugagata - Hlíðarvegur - Strandvegur

Laugardagur- Rösk ganga í 5 mín - Skokka í 90 sek labba í 90 sek, skokka í 3 mín, labba í 3 mín. Gera þetta til skiptis. Sami hringur og á fimmtudag

Hópur 2

Fimmtudagur: Út strandveg - upp Kirkjuveg - fram hjá Kirkjugerði - inn Foldahraun - niður hjá 11-11 - fram hjá Hásteinsvelli -Hlíðarvegur - Strandvegur  4 km

Laugardagur: Strandvegur - Hlíðarvegur - fram hjá Hásteinsvelli - upp hjá Steinstöðum - niður Höfðaveg - Kirkjuveg- Strandveg 6,5 km

Hópur 3

Fimmtudagur- Sorpuhringur - Strandvegur - Sorpa - Lukka - Illugagata - Höfðavegur - Steinstaðir - Dalvegur - Hlíðarvegur - Strandvegur

Laugardagur: Upphitun í 15 mín 3 x 2.000 á þeim hraða sem áætlað er í 10 km hlaupi. Góður hringur væri þá frá Hressó rólegt skokk út Strandveg - skokka mjög rólega upp Kirkjuveg /labba, frá Kirkjunni niður Illugagötu - Hlíðarveg - Strandveg taka þá tempó - gera sama hringinn 3 x. (9 -11 km)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband